Fótbolti

Rúnar Alex spilaði er Dijon fór áfram eftir níu marka bikarleik

Anton Ingi Leifsson skrifar
Rúnar fékk á sig þrjú mörk í dag en Dijon er þó komið áfram í 16-liða úrslitin.
Rúnar fékk á sig þrjú mörk í dag en Dijon er þó komið áfram í 16-liða úrslitin. vísir/getty
Rúnar Alex Rúnarsson og samherjar hans í Dijon eru komnir áfram í 16-liða úrslit franska bikarsins eftir 5-3 sigur á Saint-Etienne á útivelli í kvöld.

Rúnar Alex fékk tækifæri í markinu en hann hefur þurft að verma varamannabekkinn mikið að undanförnu eftir að nýr stjóri mætti til Dijon í byrjun ársins.

Naim Sliti kom Dijon yfir á elleftu mínútu en þremur mínútum síðar jafnaði Lois Diony metin fyrir Dijon. Naim Sliti kom Dijon aftur yfir fyrir hlé og 2-1 stóðu leikar í hálfleik.

Þegar sjö mínútur voru liðnar af síðari hálfleik var staðan orðinn 5-1 fyrir Dijon. Jules Keita og Julio Tavares skoruðu sitt hvor markið og þar á milli fullkomnaði Naim Sliti þrennuna.

Robert Beric og Kevin Monnet-Paquet klóruðu í bakkann fyrir Saint-Etienne áður en Jordan Marie innsglaði sigur Dijon áður yfir lauk. Lokatölur 6-3 og Dijon komið áfram.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×