Fótbolti

Kristófer Ingi skaut Willem II í undanúrslit hollenska bikarsins

Anton Ingi Leifsson skrifar
Leikmenn Willem fagna sigurmarki kappans. Kristófer Ingi er í miðri hrúgunni.
Leikmenn Willem fagna sigurmarki kappans. Kristófer Ingi er í miðri hrúgunni. vísir/getty
Kristófer Ingi Kristinsson var hetja Willem II er liðið tryggði sér sæti í undanúrslitum hollenska bikarsins með 3-2 sigri á Twente í kvöld.

Staðan var markalaus í hálfleik en Aitor Cantalapiedra kom Twente yfir á 54. mínútu. Átta mínútum síðar jafnaði Willem metin en Cristian Gonzales skoraði þá sjálfsmark.

Aftur var Aitor Cantalapiedra á ferðinni fyrir Twente en mínútu eftir að Willem hafði jafnað komst Twente í 2-1 með öðru marki Aitor.

Vangelis Pavlidis jafnaði fyrir Willem á 76. mínútu og þremur mínútm fyrir leikslok var það Kristófer Ingi Kristinsson sem skoraði sigurmarkið.

Kristófer kom inn á sem varamaður stundarfjórðungi fyrir leikslok og þakkaði traustið en það verða tvö lið í undanúrslitum bikarsins því Albert Guðmundsson og félagar í AZ tryggðu sér sæti í undanúrslitunum í gær.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×