Sport

Sturla Snær náði í brons og mun taka stórt stökk á heimslistanum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Sturla Snær Snorrason.
Sturla Snær Snorrason. Mynd/Skíðasamband Íslands
Landsliðsmaðurinn Sturla Snær Snorrason náði flottum árangri í svigmóti á Ítalíu í gær. Hann bætti sig líka á milli mótanna tveggja og komst á pall í því síðara.

Svigmótin fóru bæði fram í Val Palot á Ítalíu og í fyrra mótinu endaði Sturla Snær í sjöunda sæti en gerði svo enn betur í seinna mótinu og endaði í þriðja sætinu.

Í báðum mótum var Sturla Snær með rásnúmer númer 19 þannig að hann var 19. sterkasti keppandinn í mótinu miðað við heimslista FIS. Hann var því langt fyrir ofan það í báðum mótunum.

Fyrir mótin fær Sturla Snær 26.88 og 17.79 FIS stig og er það mikil bæting á heimslistanum en þar er hann með 29.13 FIS

Að sama skapi er seinna mótið það besta á ferlinum hjá Sturlu Snæ og mun hann taka stórt stökk á næsta heimslista. Í dag er hann í 468.sæti á heimslistanum í svigi en reikna má með að hann fari upp í um 300. sæti á heimslistanum eftir þessi mót.

Ítalinn Giordano Ronci vann fyrra mótið en Búlgarinn Albert Popov það síðara. Með Snorra og Albert á verðlaunapallinum var Frakkinn Theo Letitre.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×