Innlent

Gæti orðið flughált í borginni

Birgir Olgeirsson skrifar
Búist er við að hiti nái upp fyrir frostmark um hádegi.
Búist er við að hiti nái upp fyrir frostmark um hádegi. Vísir/Vilhelm
Það gæti orðið flughált á höfuðborgarsvæðinu rétt fyrir hádegi í dag að sögn veðurfræðings. Búist er við að hiti nái rétt yfir frostmark í stutta stund í dag og á þeim tíma gæti hlánað, sérstaklega þar sem þjappaður snjór er fyrir. 

Er því mælst til þess að fólk hafi varan á í þessum aðstæðum.

Einnig má búast við hlýindum á Suðurlandsundirlendinu og Suðausturlandinu í dag en að það verði rólegheita veður á landinu öllu. Gert er ráð fyrir frosti aftur í nótt og verulegu frosti yfir helgina. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×