Fótbolti

Real Madrid aftur orðið ríkasta félag heims

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Ronaldo sá til þess að Real vann Meistaradeildina þriðja árið í röð en liðið hefur saknað hans í vetur og tekjurnar hafa örugglega minnkað eftir hans brotthvarf.
Ronaldo sá til þess að Real vann Meistaradeildina þriðja árið í röð en liðið hefur saknað hans í vetur og tekjurnar hafa örugglega minnkað eftir hans brotthvarf. vísir/getty
Spænska félagið Real Madrid hefur hent Man. Utd af toppi listans yfir ríkustu félög heims og er aftur komið á toppinn. United fellur niður í þriðja sætið á listanum.

Barcelona er nefnilega komið í annað sæti listans sem tekinn er saman af Deloitte. Þetta er í fyrsta sinn sem spænsku liðin eru í efstu sætunum síðan leiktíðina 2014-15.

Listinn er byggður á tekjum félaganna leiktíðina 2017-18. Þar kemur fram að tekjur efstu 20 liðanna hefur aukist um 6 prósent á milli ára. Það er met en þessi peningamet eru slegin á hverju ári.

Listi Deloitte snýst aðeins um tekjur félaganna en tekur skuldirnar ekki með í reikninginn.

Tekjur Real Madrid voru 750 milljónir evra og var með 60 milljón evra forskot á Barcelona. Það er næstmesti munur á milli fyrsta og annars sætið frá upphafi.

Real varð Evrópumeistari þriðja árið í röð og það hefur eðlilega sitt að segja.

Topp tíu listi Deloitte:

1. Real Madrid

2. Barcelona

3. Man. Utd

4. Bayern München

5. Man. City

6. PSG

7. Liverpool

8. Chelsea

9. Arsenal

10. Tottenham






Fleiri fréttir

Sjá meira


×