Sport

Litur búningsins virðist skipta miklu máli í Super Bowl

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Tom Brady ætlar að veðja aftur á hvítt þó svo það hafi klikkað í fyrra.
Tom Brady ætlar að veðja aftur á hvítt þó svo það hafi klikkað í fyrra. vísir/getty
Það vantar ekkert upp á hjátrúna með treyjurnar sem liðin í Super Bowl spila í. Skiljanlega því tölfræðin er ansi mögnuð.

Í síðustu 14 Super Bowl-leikjum hefur liðið í hvítu búningunum unnið. Aðeins Patriots í fyrra og Pittsburgh Steelers árið 2011 hafa tapað í hvítu.

Denver fór í hvíta búninga árið 2016 eftir að hafa tapað fjórum Super Bowl-leikjum í appelsínugulu. Viti menn, þeir unnu.

Patriots var ekki lengi að ákveða að mæta aftur í hvítu í Super Bowl núna þó svo það hafi klikkað í fyrra. Þeir eru 3-2 í hvítu í leiknum. Félagið er 2-2 í bláu og 0-1 í rauðu.

LA Rams ætlar aftur á móti að vera í gömlu góðu bláu og gulu búningunum sínum. Svokölluðum „throwback“ búningum. Það er búningur félagsins frá 1973 til 1999.

Það er aðeins San Francisco 49ers árið 1994 sem hefur spilað Super Bowl í „throwback“ búningi. Í þeim búningi tókst 49ers að flengja Chargers, 49-26.

NFL



Fleiri fréttir

Sjá meira


×