Golf

Tiger byrjaði árið ágætlega

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Tiger gefur bolnum áritanir í gær.
Tiger gefur bolnum áritanir í gær. vísir/getty
Tiger Woods spilaði fyrsta hringinn á Bændatryggingamótinu á Torrey Pines ágætlega en það var Spánverjinn Jon Rahm sem stal senunni.

Tiger fékk skolla á fyrstu holunni en vann sig svo fljótt inn í mótið. Hann endaði á því að koma í hús á 70 höggum eða tveimur höggum undir pari.

Tiger elskar þennan golfvöll enda unnið 10 prósent af PGA-mótunum sínum á þessum velli. Vandamálið hans í gær er að fleiri elska líka þennan völl.

Jon Rahm hefur oft spilað vel þarna og hann var stórkostlegur í gær. Kom í hús á 62 höggum eða tíu höggum undir pari. Geggjaður hringur. Efsti maður heimslistans, Justin Rose, var einnig í stuði og er einu höggi á eftir Rahm. Stefnir í mjög skemmtilegt mót.

Útsending frá öðrum degi hefst á Golfstöðinni klukkan 20.00 í kvöld.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×