Öskubuskuævintýri Wimbledon: Botnliðiðið í C-deildinni niðurlægði West Ham

Anton Ingi Leifsson skrifar
Það var mikið fagnað í kvöld.
Það var mikið fagnað í kvöld. vísir/getty
C-deildarliðið Wimbledon gerði sér lítið fyrir og sló West Ham úr leik í enska bikarnum með 4-2 sigri á heimavelli sínum í kvöld. Ótrúleg frammistaða.

Wimbledon er á botninum í ensku C-deildinni og það bjuggust flestir við göngutúr í garðinum fyrir stjörnurnar í West Ham. Allt annað kom þó á daginn.

Það voru liðnar 34. mínútur er Kwesi Appiah kom Wimbledon yfir og sjö mínútum síðar tvöfaldaði Scott Wagstaff forystuna fyrir Wimbledon eftir skelfileg mistök í vörn Wimbledon.

Tveggja marka forysta C-deildarliðsins í hálfleik en þeir höfðu mest skorað tvö mörk í C-deildinni þetta tímabilið. Manuel Pellegrini, stjóra West Ham, leist ekkert á blikuna og gerði þrjár breytingar í hálfleik.

Það var ekki liðin ein mínúta af síðari hálfleik er Wimbledon skoraði þriðja markið. Aftur var þá á ferðinni Scott Wagstaff en hann skoraði þar með annað mark sitt og þriðja mark Wimbledon. Hann hafði aldrei á ævinni skorað tvö mörk í leik.

Varamaðurinn Lucas Perez minnkaði muninn fyrir West Ham á 57. mínútu er boltinn barst til hans eftir hornspyrnu og á 71. mínútu varð staðan 3-2 er Felipe Anderson skoraði beint úr aukaspyrnu.

Það var þó byrjað að fara um áhorfendur Wimbledon en þær áhyggjur urðu að engu er hinn nítján ára gamli Toby Sibbick skoraði fjórða mark Wimbledon eftir fyrirgjöf. Magnaður sigur Wimbledon. 4-2 lokatölur.

Það er því Wimbledon sem er komið í 16-liða úrslitin en úrvalsdeildarliðið West Ham er úr leik.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira