Handbolti

Ótrúlegur viðsnúningur þegar ÍBV lagði Selfoss

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Ester Óskarsdóttir skoraði 8 mörk á Selfossi í dag
Ester Óskarsdóttir skoraði 8 mörk á Selfossi í dag vísir/stefán
Það var einn leikur á dagskrá Olís-deildar kvenna í dag þegar Eyjakonur heimsóttu Selfoss í baráttunni um Suðurland en Selfossliðið situr sem fastast á botni deildarinnar á meðan ÍBV er rétt á eftir efstu liðum.

Það var hins vegar ekki að sjá á liðunum stærstan hluta leiksins í dag því Selfosskonur höfðu frumkvæðið í leiknum frá því á fyrstu mínútu og allt fram á síðasta stundarfjórðunginn. Staðan í leikhléi 14-11 fyrir Selfossi.

Í síðari hálfleik hélt Selfoss forystunni lengi vel en frá og með 40.mínútu skellti Eyjavörnin í lás og skoruðu Selfosskonur aðeins eitt mark á síðustu 20 mínútum leiksins. Hreint ótrúlegt.

Á meðan sallaði ÍBV inn mörkum og þær komust svo yfir í fyrsta sinn í leiknum á 51.mínútu. Fór að lokum svo að sigur Eyjakvenna var nokkuð öruggur sex marka sigur, 18-24.

Arna Sif Pálsdóttir og Ester Óskarsdóttir gerðu 8 mörk hvor fyrir ÍBV en Harpa Sólveig Brynjarsdóttir var atkvæðamest heimakvenna með 6 mörk.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×