Lífið

SNL gerir stólpagrín að Trump og hinum nýhandtekna Stone

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Alex Moffat í hlutverki Tucker Carlson og Steve Martin birtist óvænt í hlutverki Rogers Stone.
Alex Moffat í hlutverki Tucker Carlson og Steve Martin birtist óvænt í hlutverki Rogers Stone. Skjáskot/Facebook
Bandaríski grínþátturinn Saturday Night Live gerði í gær stólpagrín að Donald Trump Bandaríkjaforsta og nánum bandamanni hans, Roger Stone, sem handtekinn var í vikunni í tengslum við Rússarannsókn Roberts Mueller.

Í innslaginu brá leikarinn Alex Moffat sér í hlutverk Tucker Carlson, þáttastjórnanda á Fox News, og spurði þar Stone, leikinn af grínistanum Steve Martin, út í handtökuna á afar skoplegan hátt, líkt og sjá má í innslaginu.

Þá lék Heidi Gardner hægrisinnaða stjórnmálaskýrandann Ann Coulter, Cecily Strong brá sér í hlutverk Jeanine Pirro, þáttastjórnanda á Fox, og Kate McKinnon lék Wilbur Ross, viðskiptaráðherra Bandaríkjanna.

Stone var ákærður í sjö liðum fyrir að standa í vegi réttvísinnar, að ljúga að rannsakendum Alríkislögreglu Bandaríkjanna (FBI) og fyrir að hafa áhrif á vitni. Hann var starfaði innan framboðs Trump þar til í ágúst 2015 en var í nánum samskiptum við framboðið eftir það. 

Innslagið má sjá í heild hér að neðan.


Tengdar fréttir

Náinn bandamaður Trump handtekinn

Roger Stone, náinn bandamaður og ráðgjafi Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, hefur verið handtekinn í Flórída vegna Rússarannsóknar Robert Mueller.

Trump-liðar reiðir út í forsetann: Donald Trump sagður hafa lúffað og vera gunga

Margir af bandamönnum og helstu stuðningsmönnum Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, eru ósáttir við að forsetinn hafi gefið eftir í deilunni um vegginn og bundið endi á lengstu lokun alríkisstofnanna í sögu Bandaríkjanna, án þess að fá fjármagn til að hefja byggingu múrs á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×