Sport

Brady öskraði stuðningsmenn Patriots áfram | Myndbönd

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Leikurinn um næstu helgi verður ekki kveðjuleikur Brady.
Leikurinn um næstu helgi verður ekki kveðjuleikur Brady. vísir/getty
Super Bowl-vikan er formlega hafin og New England Patriots hélt til Atlanta í gær eftir að hafa kvatt stuðningsmenn sína á heimavelli félagsins.

Leikstjórnandi liðsins, Tom Brady, reif meðal annars í hljóðnemann og lauk ræðu sinni á að öskra: „Við erum enn hér, við erum enn hér.“ Brady og félagar eru ekkert á förum og hann lofar að koma aftur og spila næsta vetur. Skelfileg tíðindi fyrir önnur lið deildarinnar.





Eins og sjá má hér að neðan var ótrúlegur fjöldi mættur á Gillette-völlinn til þess að kveðja liðið. 35 þúsund sagði Patriots.





Það var ekki bara mikið af fólki á vellinum heldur var fólk út um alla borg að vinka liðinu er það keyrði út á flugvöll.





Svo var að sjálfsögðu einnig mikið af fólki á flugvellinum sem horfði á eftir vélinni glæsilegu sem flutti Brady og félaga til Atlanta.





NFL



Fleiri fréttir

Sjá meira


×