Lífið

Sigurvegarar SAG-verðlaunanna

Stefán Árni Pálsson skrifar
Rami Malek, leikarahópurinn í Black Panther og Glenn Close fögnuðu sigri í nótt.
Rami Malek, leikarahópurinn í Black Panther og Glenn Close fögnuðu sigri í nótt.
Ofurhetjumyndin Black Panther var sigurvegari gærkvöldsins þegar SAG-verðlaunin (Screen Actors Guild Awards) voru veitt við hátíðlega athöfn í Los Angeles.

Kvikmyndin sló í gegn á síðasta ári og tóku forsvarsmenn hennar helstu verðlaun kvöldsins heim. Black Panther vann verðlaun fyrir besta leikarahóp í kvikmynd og eru það talin stærstu verðlaunin.

Rami Malek var valinn besti leikarinn í aðalhlutverki fyrir frammistöðu sína í kvikmyndinni Bohemian Rhapsody. Besta leikkonan í aðalhlutverki var Glenn Close í The Wife.

Besti leikarinn í aukahlutverki var valinn Mahershala Ali í Green Book og var besta leikkonan í aukahlutverki Emily Blunt í A Quiet Place.

Hér að neðan má sjá verðlaunalistann í heild sinni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×