Körfubolti

Skórnir hans hafa kostað samtals fjórtán milljónir og tímabilið er varla hálfnað

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
PJ Tucker er mikill skómaður.
PJ Tucker er mikill skómaður. Getty/Michael Reaves
PJ Tucker er fínasti leikmaður í NBA-deildinni enda að skora átta stig í leik með HoustonRockets. Hann er aftur á móti orðinn frægari fyrir skófatnað sinn.

PJTucker heitir reyndar fullu nafni Anthony Leon Tucker en PJ er byggt á gælunafninu PopsJunior. Hann er orðinn 33 ára gamall og er á sínu áttunda ári í NBA-deildinni.

PJTucker leggur mikinn metnað í skóna sem hann spilar í og það eru engir útsöluskór.

Skónetsíðan NiceKicks hefur tekið það saman að þrátt fyrir að tímabilið sé rétt hálfnað þá hafi PJTucker þegar spilað í skóm sem kosta samanlagt meira en hundrað þúsund Bandaríkjadali.

Hundrað þúsund Bandaríkjadalir eru um tólf milljónir íslenskra króna og því vel yfir árslaunum flestra.

Í fyrstu 47 leikjum sínum með HoustonRockets þá spilaði PJTucker í yfir sjötíu skópörum. Hann hóf tímabilið meira að segja í árituðum OG NikeZoomKobe1s skóm en KobeBryant hafði sjálfur skrifað nafn sitt á þá. PJTucker skoraði 19 stig í leiknum. Hann hefur síðan spilað í allskyns skóm og þar á meðal eru AirJordan 13.

Þeir hjá skónetsíðunni NiceKicks hafa fylgst vel með skófatnaði PJTucker á leiktíðinni og með því að smella hér er hægt að sjá í hvernig skóm hann hefur spilað á þessu tímabili. Það er samt eins og gefur að skilja engin smálisti.

Það má einnig sjá lista NiceKicks yfir skóna og verð þeirra hér fyrir neðan. Samtals hafa þeir kostað rúma 117 þúsund Bandaríkjadali eða rúma fjórtán milljónir íslenskra króna.

Skjámynd/nicekicks.com
NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×