Innlent

Hefja gjaldtöku í Knarrarósvita

Garðar Örn Úlfarsson skrifar
Litið er til reynslunnar við Akranesvita.
Litið er til reynslunnar við Akranesvita. Fréttablaðið/Ernir
Hefja á töku aðgangseyris í Knarrarósvita austan Stokkseyrar í kjölfar endurbóta Vegagerðarinnar á vitanum. Tillaga er um 1.000 króna gjald fyrir fullorðna og 500 krónur fyrir ellefu til sautján ára.

Heimamenn í Árborg líta einnig til mögulegs samstarfs við Byggðasafn Árnesinga með því að selja sameiginlega aðgang að Rjómabúinu og hinum 26 metra háa Knarrarósvita að því er kemur fram í minnisblaði sem lagt var fyrir bæjarráð.

Við undirbúning málsins var meðal annars rætt við Hilmar Sigvaldason sem annast hefur Akranesvita gagnvart gestum. Haft er eftir honum að mikilvægt sé að þeir sem sjái um Knarrarósvita hafi áhuga á mannlegum samskiptum og þekki sögu mannvirkjanna vel.




Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×