Lífið

Haukur og Bryndís færa sig um set og selja fallega íbúð í Vesturbænum

Stefán Árni Pálsson skrifar
Haukur og Bryndís hafa komið sér einstaklega vel fyrir í Vesturbænum.
Haukur og Bryndís hafa komið sér einstaklega vel fyrir í Vesturbænum.
Íþróttafréttamaðurinn Haukur Harðarson og lögfræðingurinn Bryndís Ýrr Pálsdóttir hafa sett íbúð sína við Granaskjól í Vesturbær Reykjavíkur á sölu.

Ásett verð er 48,5 milljónir en um er að ræða 80 fermetra þriggja herbergja íbúð.

Húsið var byggt árið 1958 og er íbúðin á jarðhæðinni. Tvö svefnherbergi eru í eigninni en Haukur og Bryndís eiga saman einn dreng.

Fasteignamat eignarinnar er 41 milljón en hér að neðan má sjá myndir úr íbúðinni.

 



Virkilega falleg eign á góðum stað.
Smekklegt eldhús hjá parinu.
Opið er á milli eldhússins og borðstofunnar.
Björt og falleg setustofa.
Hjónaherbergið virkilega skemmtilegt.
Barnaherbergi í fínni stærð.
Baðherbergið í fínu standi.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×