Enski boltinn

Martin og félagar komnir í átta liða úrslit Evrópukeppninnar

Anton Ingi Leifsson skrifar
Martin Hermannsson.
Martin Hermannsson. vísir/getty
Alba Berlín er komið í átta stiga úrslit Evrópukeppninnar í körfubolta eftir sigur á Mónakó í kvöld, 75-61.

Alba byrjaði af miklum krafti og var tíu stigum yfir eftir fyrsta leikhlutann í Frakklandi í kvöld. Þeir leiddu svo í hálfleik, 36-27. Þýska félagið vann alla fjóra leikhlutina í leiknum og vann að endingu x stiga sigur.

Martin skoraði níu stig í leiknum en hann dældi út stoðsendingum. Hann gaf að endingu sjö stoðsendingar og var hann stoðsendingahæsti á vellinum í kvöld. Hann var með framlag upp á þrettán.

Eftir sigurinn er Alba komið áfram í 8-liða úrslit Evrópubikarsins sem fara fram í mars en þar gildir sú regla að fyrsta liðið til þess að vinna tvo leiki fer áfram í undanúrslitin.

Jakob Sigurðarson skoraði fimm stig, tók tvö fráköst og gaf tvær stoðsendingar er Borås vann stórsigur á Nässjö, 95-69, í sænsku úrvalsdeildinni. Borås er í fjórða sætinu með 36 stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×