Innlent

Heimasíða SGS hökkuð í gær

Sveinn Arnarsson skrifar
Heimasíða SGS.
Heimasíða SGS. SKjáskot/SGS
„Þetta var óvenjulegt vandamál í þessari törn. Það má segja að þetta hafi verið fimmtán mínútna krydd í tilveruna á þessum degi,“ segir Flosi Eiríksson, framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins, en væg tölvuárás var gerð á heimasíðu félagsins í gær.

Þegar Starfsgreinasambandið var slegið inn í Google birtist síða þar sem karlmönnum eru gefin góð ráð um það hvernig þeir geti kynnst konum.

Flosi heyrði fyrst af málinu þegar hann fékk símtal frá blaðamanni en þá sat hann á fundi þar sem rætt var um málefni fiskvinnslufólks. „Ég fór að kanna málið en við sáum þetta ekki innanhúss en þetta sást úti í bæ. Það töpuðust engin gögn og enginn skaði varð af þessu. Síðan er í lagi núna.“

Hýsingaraðilinn sagði að um væri að ræða róbóta sem ráðist á ákveðnar síður sem séu veikar fyrir.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×