Erlent

Dramatísk þyrlubjörgun náðist á myndband

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Þyrlunni var flogið eins nálægt jörðu og hægt var í snarbrattri hlíðinni.
Þyrlunni var flogið eins nálægt jörðu og hægt var í snarbrattri hlíðinni. Mynd/Skjáskot
Segja má að flugmaður björgunarþyrlu í frönsku Ölpunum hafi staðið sig afar vel í erfiðum aðstæðum er bjarga þurfti skíðamanni sem slasaðist í um 2.200 metra hæð yfir sjávarmáli. Aðstæður í fjallshlíðinni gerði það að verkum að ekki var hægt að lenda þyrlunni.



Líkt og sjá má á myndbandinu flaug flugmaðurinn þyrlunni alveg upp að fjallshlíðinni og raunar má nánast engu muna að spaðar þyrlurnnar rekist í fjallshlíðina. Var þetta gert til þess að hægt væri að koma björgunarmönnum til skíðamannsins sem slasast hafði á hnéi. Gátu þeir gert að meiðslum mannsins áður en hann var færður niður af fjallinu.

BBC birtir myndbandið þar sem meðal annars er rætt við flugmanninn. Segir hann að um vel þekkta flugaðgerð væri að ræða sem sé reglulega æfð, ekki síst af þyrluflugmönnum sem fljúga björgunarþyrlum í Ölpunum. Í þessu tilviki hafi aðstæður verið þannig að ekki hafi verið um annað að ræða en að beita flugaðgerðinni þar sem björgunarmenn hafi haft takmarkaðan tíma, sökum veðurs.



Sjá má myndskeiðið af björgunaraðgerðum hér að neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×