Enski boltinn

Fallegt bréf frá Raheem Sterling til ungs drengs

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Raheem Sterling með ungum aðdáanda sínum.
Raheem Sterling með ungum aðdáanda sínum. Getty/Bradley Kanaris
Raheem Sterling, leikmaður Englandsmeistara Manchester City, hefur fengið mikið hrós fyrir bréf sem hann skrifaði til ungs drengs.

Raheem Sterling þekkir það vel á eigin skinni að verða fyrir kynþáttaofsóknum og hann gaf stráknum góð ráð.

Sterling frétti að ungur stuðningsmaður Manchester City hafi orðið fyrir kynþáttahatri og ætti erfitt.

Það var amma stráksins sem lét Raheem Sterling vita af stöðunni.





„Berðu höfuðið hátt og ekki láta þá taka frá þér hugrekkið,“ skrifaði Raheem Sterling.

„Þú ert sterkur og mjög hugrakkur. Amma þín er líka mjög stolt af þér. Haltu áfram að vera þú sjálfur,“ skrifaði Sterling en allt bréfið má sjá hér fyrir neðan.





Raheem Sterling varð sjálfur fyrir kynþáttaformdómum í leik með Manchester City á móti Chelsea á Stamford Bridge í desember.

Raheem Sterling hefur verið frábær á þessu tímabili og er þegar kominn með 11 mörk og 11 stoðsendingar í öllum keppnum.

Í ensku úrvalsdeildinni er hann með 9 mörk og 7 stoðsendingar í 18 leikjum en á síðasta tímabilið skoraði hann 18 mörk í deildinni og gaf að auki 15 stoðsendingar í 33 deildarleikjum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×