Enski boltinn

Pogba nær leiknum við Tottenham

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Pogba á æfingu United í Dúbaí
Pogba á æfingu United í Dúbaí vísir/getty
Paul Pogba er orðinn nógu heill heilsu til þess að geta mætt Tottenham í stórleik ensku úrvalsdeildarinnar um helgina. Þetta staðfesti Ole Gunnar Solskjær á blaðamannafundi í gærkvöld.

Pogba hefur verið frábær síðan Solskjær tók við liði Manchester United rétt fyrir jól og skorað að vild. Hann meiddist hins vegar aðeins í lok hátíðaannarinnar og var hvíldur í bikarleiknum gegn Reading um síðustu helgi.

Frakkinn kom seint til móts við hóp United, sem var við æfingar í Dúbaí í vikunni, vegna meiðslanna. Hann hefur hins vegar náð sér nokkurn vegin af þeim.

„Hann leit ágætlega út undir lokin og hann verður tilbúinn. Hann var að glíma við smá vandamál en kom vel frá síðustu æfingum,“ sagði Solskjær.

United sækir Tottenham heim á Wembley á sunnudaginn, 13. janúar.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×