Körfubolti

Rúm 300 stig skoruð í leik ársins í NBA-deildinni

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
LaMarcus Aldridge var óstöðvandi í nótt.
LaMarcus Aldridge var óstöðvandi í nótt. vísir/getty
San Antonio Spurs hafði betur gegn Oklahoma City Thunder í nótt en tvíframlengja varð leikinn sem eðlilega var stórkostleg skemmtun. 300 stiga múrinn var rofinn sem gerist ekki oft í NBA-deildinni.

LaMarcus Aldridge fór fyrir liði Spurs og skoraði 56 stig í leiknum sem er það besta á hans ferli. Það sem meira er þá tók hann ekki eitt einasta þriggja stiga skot í leiknum.

Þetta er það mesta sem leikmaður hefur skorað án þess að reyna þriggja stiga körfu síðan Shaquille O'Neal skoraði 61 stig árið 2000.





Hann þurfti heldur ekkert að taka þriggja stiga skot því félagar hans voru sjóðheitir fyrir utan þriggja stiga línuna. Þeir hittu úr öllum tíu þriggja stiga skotum sínum í fyrri hálfleik. Veislunni lauk ekki þar því Spurs setti niður 14 þriggja stiga skot í röð. Er upp var staðið skoraði liðið 16 þriggja stiga körfur úr 19 skotum.





Russell Westbrook hélt Thunder inn í leiknum og í fjórða sinn á ferlinum skoraði Westbrook yfir 20 stig og gaf yfir 20 stoðsendingar. Hann endaði með 24 stig, 24 stoðsendingar og 13 fráköst. Ævintýralegar tölur.





Þetta var í fyrsta sinn síðan árið 2006 sem skoruð eru yfir 300 stig í leik í NBA-deildinni.

Úrslit:

Miami-Boston  115-99

Denver-LA Clippers  121-100

San Antonio-Oklahoma City  154-147

Sacramento-Detroit  112-102

Staðan í NBA-deildinni.

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×