Lífið

Borðaði af sér fimmtíu kíló

Stefán Árni Pálsson skrifar
Sólveig og  Vala fóru yfir holla og góða rétti í þættinum í gær.
Sólveig og Vala fóru yfir holla og góða rétti í þættinum í gær.
Fyrir fimm árum var Sólveig Sigurðardóttir offitusjúklingur og öryrki sem þurfti að taka inn stóran lyfjakokteil á hverjum degi. Viðtal sem sýnt var í Íslandi í dag árið 2012 vakti hana til lífsins og í dag er hún fimmtíu kílóum léttari og laus við lyfin. Hún segir að umrætt viðtal, sem fjallaði um líkamsrækt og heilbrigt líferni, hafi verið það sem þurfti til að koma henni af stað.

Sólveig rekur upphaf erfiðleikanna til kynferðisofbeldis sem hún var beitt í æsku. Hún segir stjúpafa sinn hafa ítrekað brotið á sér þegar hún var um tíu ára.

Vala Matt ræddi fyrst við Sólveigu í Íslandi í dag í síðustu viku og var seinni hluti viðtalsins við hana sýnt í gær.

Sólveig borðaði af sér fimmtíu kíló er í dag alveg lyfjalaus eftir að hafa breytt um mataræði og lífsstíl.

Hún heldur í dag fyrirlestra um allan heim um sína reynslu og miðlar jákvæðum lausnum til betri heilsu.

Einnig starfar hún á líkamsræktar og heilsustöðinni Heilsuborg. Í þættinum í gærkvöldi fór Sólveig í gegnum nokkrar uppskriftir af dásamlegum heilsumat sem á að hjálpa fólki að halda þyngdinni í skefjum og á sama tíma gleðja bragðlaukana.

Hér að neðan má sjá þáttinn.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×