400. mark Messi kom í sigri gegn Eibar

Anton Ingi Leifsson skrifar
Lionel Messi fagnar markinu í síðari hálfleik.
Lionel Messi fagnar markinu í síðari hálfleik. vísir/getty
Barcelona er áfram með fimm stiga forskot á toppi ensku úrvalsdeildarinnar eftir 3-0 sigur á Eibar á heimavelli í kvöld.

Fyrsta markið skoraði Úrúgvæinn, Luis Suarez, á nítjándu mínútu en Börsungar leiddu með einu marki í hálfeik.

Lionel Messi tvöfaldaði forystuna á 53. mínútu en markið var 400. mark Argentínumannsins fyrir Barcelona. Magnað eintak en hann er annar í sögunni til að ná 400 mörkum í fimm stærstu deildum Evrópu.

Hinn leikmaðurinn er Cristiano Ronaldo en Ronaldo komst í þennan flokk 63 leikjum áður en Messi komst í sama flokki. Tveir ótrúlegir knattspyrnumenn.

Suarez batt svo endahnútinn á góðan sigur Barcelona eftir klukkutíma leik en hann skoraði þá annað mark sitt og þriðja mark Börsunga. Lokatölur 3-0.

Barcelona er með 43 stig á toppi deildarinnar og er fimm stigum á undan Atletico Madrid. Eibar er í sextánda sætinu með 22 stig.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira