Handbolti

Sérsveitin heldur uppi stemningunni í Ólympíuhöllinni

Tómas Þór Þórðarson í München skrifar
Sérsveitin er mætt til að sjá og sigra.
Sérsveitin er mætt til að sjá og sigra. vísir/sigurður már
Sérsveitin er ný stuðningsmannasveit íslenska landsliðsins í handbolta en fyrir henni fer Benni nokkur Bongó, fyrrverandi formaður Tólfunnar.

Meðlimir Sérsveitarinnar voru mættir fyrstir í hús og byrjaðir að keyra upp stemninguna á meðan beðið var eftir að íslenskir stuðningsmenn færu að mæta í Bjórgarðinn í Ólympíuhöllinni þar sem á að hittast fyrir leikinn í dag.

Sérveitin mun halda uppi stemningunni á leiknum í dag en mögulega verða um 600 íslenskir áhorfendur í Ólympíuhöllinni á leiknum gegn Króatíu sem hefst klukkan 17.00.

Vísir hitti Sérsveitina í stuði nú rétt áðan en meira um það í innslaginu hér að neðan.

Klippa: Sérsveitin í stuði í Ólympíuhöllinni

Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×