Handbolti

Ísmamman frá Selfossi og Siggi Sveins í stuði í München | Myndband

Tómas Þór Þórðarson í München. skrifar
Ragnhildur Sigurðardóttir er heldur betur spennt fyrir leiknum enda sonurinn að spila.
Ragnhildur Sigurðardóttir er heldur betur spennt fyrir leiknum enda sonurinn að spila. vísir/tom
Stemningin er heldur betur orðin góð á meðal íslensku stuðningsmannanna í Ólympíuhöllinni í München þar sem að strákarnir okkar mæta Króatíu í fyrsta leik liðanna á HM 2019 klukkan 17.00.

Vísir kíkti upp í Bjórgarðinn í höllinni þar sem að Íslendingarnir hittust fyrir leik og þar var heldur betur stuð og nokkrir foreldrar mættir.

Ragnhildur Sigurðardóttir, móðir Elvars Arnar Jónssonar, bar af í glæsilegum Íslandskjól og hún er heldur betur í stuði. Kristján Arason og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, foreldrar Gísla Þorgeirs eru einnig mætt og þá er Siggi Sveins geggjaður eins og alltaf.

Hér að neðan má sjá stemninguna rétt fyrir leik í myndbandi og myndum.

Siggi Sveins er mættur og þá sé stuð.vísir/tom
Kristján Arason og Þorgerður Katrín Gunnarsdótitr, foreldrar Gísla Þorgeirs Kristjánssonar, eru mætt að fylgjast með sínum strák.vísir/tom
Nokkrar glæsilegar íslenskar drottningar.vísir/tom
Hitinn er mikill í höllinni og því er mikilvægt að vökva sig.vísir/tom

Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×