Handbolti

Elvar: Getum unnið hvaða lið sem er

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Elvar Örn Jónsson er einn af ungu leikmönnum liðsins en hann er þegar kominn í stórt hlutverk hjá Guðmundi.
Elvar Örn Jónsson er einn af ungu leikmönnum liðsins en hann er þegar kominn í stórt hlutverk hjá Guðmundi. Mynd/Instagram/hsi_iceland
Elvar Örn Jónsson var frábær í sínum fyrsta leik á stórmóti með íslenska karlalandsliðinu í handbolta. Ísenska liðið tapaði með fjórum mörkum fyrir Króatíu.

„Það var gaman að spila þennan leik en hundfúlt að tapa þessu,“ sagði Elvar við Tómas Þór Þórðarson í leikslok í München.

Eftir frábærar fyrstu 50 mínútur fór aðeins að draga af Elvari í lokin. Hann sagði það mögulega hafa verið reynsluleysi.

„Þeir komust yfir og það var svolítið erfitt eftir það.“

„Mér leið mjög vel inni á vellinum, stuðningurinn var frábær, þetta var ógeðslega gaman,“ sagði Selfyssingurinn.

„Nú hugsum við bara um næsta leik sem við ætlum að vinna,“ sagði Elvar en Ísland mætir Spánverjum á sunnudaginn.

„Það er gríðarleg reynsla að spila á móti svona sterku liði. Núna vitum við hvar við stöndum, við getum staðið í öllum og getum unnið alla,“ sagði Elvar Örn Jónsson.

Klippa: Elvar: Nú vitum við hvar við stöndum



Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×