Handbolti

Patrekur byrjaði HM á sigri og Rússar redduðu stigi í lokin

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Patrekur Jóhannesson.
Patrekur Jóhannesson. Vísir/Getty
Patrekur Jóhannesson stýrði austurríska landsliðinu til sigurs í fyrsta leik á HM í handbolta en strákarnir hans unnu þá sjö marka sigur á Sádí Arabíu.

Þetta var annar leikurinn í C-riðli en Danir unnu 23 marka sigur á Síle í fyrsta leik riðilsins í gær.

Á sama tíma gerðu Serbar og Rússar 30-30 jafntefli í æsispenanndi leik. Rússinn Timur Dibirov skoraði tvö síðustu mörkin í leiknum og alls tólf mörk úr aðeins þrettán skotum.

Serbar voru 23-19 yfir eftir tíu mínútna leik í seinni hálfleik en misstu frá sér sigurinn.

Austurríkismenn voru með gott tak á leiknum frá fyrstu mínútu, komust í 3-1, 11-6 og voru síðan með níu marka forystu í hálfleik, 15-9.

Sádar náðu að minnka muninn aftur niður í þrjú mörk á upphafskafla seinni hálfleiks en þá gaf austurríska liðið aftur í og landaði öruggum sigri.

Mykola Bilyk var markahæstur hjá Austurríki með 7 mörk úr 9 skotum en Raul Santos skoraði fimm mörk. Kristian Pilipovic varði 12 skot í markinu þaf af tvö víti.

Argentínumenn náðu að koma á óvart og gera jafntefli við Ungverja í D-riðli.

Ungverjar höfðu verið með þriggja marka forystu eftir fyrri hálfleikinn en Argentínumenn náðu að koma til baka og tryggja sér 25-25 jafntefli.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×