Handbolti

HSÍ kvartar vegna meðferðarinnar á þjóðsöngnum

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Íslenskir stuðningsmenn mættu vel til München en fengu ekki að kyrja hápunkt þjóðsöngsins fyrir leikinn.
Íslenskir stuðningsmenn mættu vel til München en fengu ekki að kyrja hápunkt þjóðsöngsins fyrir leikinn. vísir/tom
Handknattleikssamband Íslands ætlar að leggja inn formlega kvörtun til mótastjórnar HM í handbolta vegna þess að íslenski þjóðsöngurinn fékk ekki að hljóma allt til enda fyrir leik Íslands og Króatíu í kvöld.

Guðmundur B. Ólafsson, formaður HSÍ, staðfesti þetta við mbl.is í kvöld.

Klippt var all hressilega aftan af íslenska þjóðsöngnum og sagði Guðmundur það algjörlega óviðunandi að þjóðsöngurinn væri ekki leikinn frá upphafi til enda.

Íslenskir stuðningsmenn á pöllunum í München ætluðu að halda áfram að syngja án undirleiks en það gekk ekki því þjóðsöngur Króata var farinn í loftið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×