Enski boltinn

Upphitun: Skytturnar skjóta ensku deildinni í gang á ný

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Enska úrvalsdeildin fer aftur af stað í dag eftir bikarhlé. Sjö leikir eru á dagskrá í dag.

Arsenal og West Ham hefja leik með Lundúnaslag í hádeginu. Arsenal verður að sækja stig, og það helst þrjú, í þessum leik til þess að halda í við baráttuna um fjórða sætið. West Ham er í lygnum sjó um miðja deild.

Fimm leikir fara fram klukkkan þrjú. Þar mætir Jóhann Berg Guðmundsson til leiks í fallbaráttuslag við Fulham og Cardiff með Aron Einar Gunnarsson innanborðs fær Huddersfield í heimsókn.

Topplið Liverpool fer suður til Brighton og getur komist aftur í sjö stiga forystu með sigri. Manchester City spilar ekki fyrr en á mánudagskvöld.

Dagskrá dagsins lýkur svo með leik Chelsea og Newcastle á Stamford Bridge. Skyldusigur fyrir Chelsea sem er í fjórða sætinu með 44 stig. Newcastle er aðeins tveimur stigum frá fallsæti og þurfa að sækja sér stig.

Leikir dagsins:

12:30 West Ham - Arsenal, í beinni á Stöð 2 Sport

15:00 Brighton - Liverpool, í beinni á Stöð 2 Sport

15:00 Burnley - Fulham

15:00 Cardiff - Huddersfield

15:00 Crystal Palace - Watford

15:00 Leicester - Southampton

17:30 Chelsea - Newcastle, í beinni á Stöð 2 Sport




Fleiri fréttir

Sjá meira


×