Handbolti

Patrekur fékk köku í tilefni hundraðasta leiksins

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Patrekur hefur þjálfað félagslið á Íslandi samhliða landsliðsþjálfarastarfinu. Hann mun hins vegar færa sig yfir til Skjern í Danmörku í sumar
Patrekur hefur þjálfað félagslið á Íslandi samhliða landsliðsþjálfarastarfinu. Hann mun hins vegar færa sig yfir til Skjern í Danmörku í sumar vísir/getty
Austurríkismenn byrjuðu HM í handbolta á sigrii á Sádí Arabíu í gær og fögnuðu því sem skildi. Austurríska sambandið bauð upp á köku, en hún var þó ekki bara vegna sigursins heldur var leikurinn sá hundraðasti undir stjórn Patreks Jóhannessonar.

Patrekur tók við austurríska landsliðinu í nóvember 2011. Undir hans stjórn komst liðið inn á EM 2014 og 2018 og HM 2015. Besti árangurinn er 11. sæti á EM 2014.

„Auðvitað er þetta mjög sérstakt tilefni,“ er haft eftir þjálfaranum á heimasíðu austurríska sambandsins.

Kakan hefur eitthvað setið í leikmönnum Austurríkis því þeir fengu skell gegn Síle í dag og töpuðu með átta mörkum. 








Fleiri fréttir

Sjá meira


×