Enski boltinn

Leeds biður Derby afsökunar og Bielsa verður tekinn á teppið

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Marcelo Bielsa
Marcelo Bielsa vísir/getty
Forráðamenn Leeds United hafa beðið Derby County formlega afsökunar á því að njósnari hafi verið sendur á æfingasvæði Derby fyrir leik liðanna og munu ræða við knattspyrnustjórann Marcelo Bielsa.

Lögreglan var kölluð til á fimmtudaginn vegna grunsamlegra mannaferða fyrir utan æfingasvæði Derby. Maðurinn var handsamaður og komst upp að um starfsmann Leeds var að ræða. Marcelo Bielsa játaði svo fyrir leik Leeds og Derby í gærkvöld að maðurinn væri á hans vegum.

Leeds vann leik liðanna 2-0 og er því með fimm stiga forskot á toppi ensku Championship deildarinnar. Derby situr í sjötta sæti.

„Eftir ummæli Marcelo Bielsa í gær mun félagið funda með honum og þjálfarateyminu og minna þá á gildi félagsins sem byggja á heiðarleika,“ sagði í tilkynningu frá Leeds.

„Eigandinn Andrea Radrizzani hitti eiganda Derby County, Mel Morris, og baðst formlega afsökunar á aðgerðum Marcelo. Við munum ekki tjá okkur frekar um málið.“


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×