Handbolti

Norðmenn með fullt hús eftir nítján marka sigur

Anton Ingi Leifsson skrifar
Sádi-Arabar komust ekki lönd né strönd í kvöld.
Sádi-Arabar komust ekki lönd né strönd í kvöld. vísir/epa
Norðmenn eru með fullt hús stiga eftir tvo leiki í C-riðli HM í handbolta eftir öruggan sigur á Sádi-Arabíu í Herning í kvöld, 40-21.

Sigurinn var í raun aldrei í hættu. Norðmenn tóku völdin frá fyrstu mínútu og náðu fljótlega pp góðu forskoti. Þeir leiddu 20-10 í hálfleik.

Norðmenn gátu því rúllað vel á liðinu sínu og hvílt lykilmenn en þeir eiga eiga erfiða leiki framundan. Munurinn varð að endingu nítján mörk. Þægilegt dagsverk hjá Norðmönnum.

Markahæstur Norðmanna var Magnus Rod með níu mörk en næstur kom Espen Lie Hansen með átta mörk. Kevin Gulliksen og Alexander Blons gerðu sex mörk hvor en alls skoruðu níu leikmenn Noregs í kvöld.

Mahdi Alsalem var markahæstur hjá Sádi-Arabíu en næstir komu Mohammed Alabas og Abbas Alsaffar með þrjú mörk hvor.

Norðmenn eru með fjögur stig eftir fyrstu tvo leikina en Sádi-Arabar eru án stiga. Það bíða erfiðari leikir hjá Norðmönnum en á mánudaginn eru það Patrekur Jóhannesson og lærisveinar í Austurríki.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×