Viðskipti innlent

Loka Le KocK í Ármúla og DEIG við Seljabraut

Andri Eysteinsson skrifar
Le KocK og DEIG er nú bara að finna á Tryggvagötu 14
Le KocK og DEIG er nú bara að finna á Tryggvagötu 14 Facebook/DEIG
Eigendur veitingastaðarins Le KocK og bakarísins DEIG hafa nú lokað tveimur af fjórum stöðum sínum.

Fyrir daginn í dag var veitingastaðurinn Le Kock til húsa í Tryggvagötu 14 auk þess að hafa útibú í Ármúla 42. Bakaríið DEIG hafði einnig verið til húsa í Tryggvagötunni en hafði annað úti bú við Seljabraut í Breiðholti. Nú er starfsemi staðanna komin undir eitt og sama þak í húsnæðinu að Tryggvagötu 14. Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem birt var á Facebook síðu DEIG, færslan ber heitið „Kaflaskil“.

Í færslunni þakka eigendur Le KocK, þeir Karl Óskar Smárason, Knútur Hreiðarsson og Markús Ingi Guðnason, fyrir viðtökurnar, stuðning og velvild viðskiptavina sinna í sinn garð. Í yfirlýsingunni segja þeir félagar að reksturinn hafi gengið frábærlega en komið sé að nýjum kafla. Ákvörðunin um lokun staðana í Ármúla og við Seljabraut hafi verið þungbær en til þess að vaxa enn frekar yrðu þeir að stíga þetta skref.

Endurfundir félaganna undir einu þaki á Tryggvagötunni geri þeim kleift að vinna allir saman og skapa eitthvað nýtt og spennandi.  Í yfirlýsingunni segir einnig að nýr rekstur ótengdur þeim muni eflaust opna í Ármúla og í Seljahverfinu. Þeim rekstraraðilum óska þeir félagar góðs gengis.







Fleiri fréttir

Sjá meira


×