Erlent

Pompeo bjartsýnn á að hægt verði að tryggja öryggi Kúrda

Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar
Opinber heimsókn Pompeo er liður í ferðalagi hans um Miðausturlönd. Heimsóknum utanríkisráðherrans er ætlað að hughreysta bandamenn á svæðinu eftir að Bandaríkjaforseti tilkynnti skyndilega í síðasta mánuði að hann hygðist draga herlið sitt frá Sýralandi.
Opinber heimsókn Pompeo er liður í ferðalagi hans um Miðausturlönd. Heimsóknum utanríkisráðherrans er ætlað að hughreysta bandamenn á svæðinu eftir að Bandaríkjaforseti tilkynnti skyndilega í síðasta mánuði að hann hygðist draga herlið sitt frá Sýralandi. vísir/ap
Mike Pompeo utanríkisráðherra Bandaríkjanna kveðst bjartsýnn á að hægt verði að tryggja öryggi varnarsveita Kúrda í Sýrlandi eftir að Bandaríkjaher heldur á brott eins og boðað hefur verið.

Þetta sagði Pompeo á blaðamannafundi í Sameinuðu arabísku furstadæmunum eftir að hafa rætt símleiðis við Mevlüt Çavuşoğlu utanríkisráðherra Tyrklands.

Bandaríkjaher hefur barist við hlið kúrdískra varnarsveita gegn hryðjuverkasamtökunum sem kenna sig við íslamskt ríki. Tyrkir hafa aftur á móti löngum litið á varnarsveitir Kúrda (People‘s Protection Units) sem hluta af Kúrdíska Verkamannaflokknum PKK og séu þar af leiðandi hryðjuverkasamtök.

Opinber heimsókn Pompeo er liður í ferðalagi hans um Miðausturlönd. Heimsóknum utanríkisráðherrans er ætlað að hughreysta bandamenn á svæðinu eftir að Bandaríkjaforseti tilkynnti skyndilega í síðasta mánuði að hann hygðist draga herlið sitt frá Sýralandi.

Ákvörðun forsetans kom ekki aðeins bandamönnum Bandaríkjanna í opna skjöldu heldur einnig mörgum í hans eigin ríkisstjórn.

Pompeo sagði á blaðamannafundinum að Bandaríkin viðurkenndu rétt Tyrklands til að verja landið sitt gegn hryðjuverkamönnum en bætti við að Kúrdar, sem hafa verið helstu bandamenn Bandaríkjanna gegn vígamönnum Ríki íslams, verðskuldi einnig að njóta verndar.

„Við eigum enn eftir að ganga frá nokkrum atriðum en ég er bjartsýnn að við munum ná góðri niðurstöðu. “


Tengdar fréttir

Fulltrúi forsetans í baráttunni við ISIS hættir vegna ákvörðunar Trump

Brett McGurk, sérlegur erindreki Bandaríkjanna í baráttunni gegn hryðjuverkasamtökunum íslamska ríkinu eða ISIS, hefur sagt starfi sínu lausu. Þetta gerði hann í kjölfar ákvörðunar Donalds Trump Bandaríkjaforseta um að draga allt herlið Bandaríkjahers frá Sýrlandi.

Kúrdar í Sýrlandi telja ákvörðun Trump svik

Mikil óvissa ríkir um framhald stríðsins gegn Ríki íslams í Sýrlandi eftir að Trump Bandaríkjaforseti tilkynnti að hann ætlaði að draga 2.000 manna herlið þaðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×