Körfubolti

Phoenix vann óvæntan sigur á Denver

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Efsta lið vesturdeildar NBA, Denver Nuggets, tapaði nokkuð óvænt fyrir botnliðinu Phoenix Suns í nótt.

Heimamenn í Suns voru án þeirra stigahæsta manns í vetur Devin Booker en það hafði enginn áhrif. Phoenix var sterkara strax frá upphafi og stóð vel í liði Denver.

Kelly Oubre Jr. jafnaði sinn besta árangur á ferlinum þegar hann skoraði 26 stig og tók 11 fráköst. Deandre Ayton bætti 23 stigum við fyrir Suns sem hefur unnið tvo af síðustu þremur leikjum.

„Við vorum liðið sem var aggressívt í dag. Það er aðalástæðan,“ sagði Ayton eftir leikinn.

Nikola Jokic gerði 21 stig og tók 10 fráköst fyrir Denver.

„Við héldum þetta yrði auðvelt, við horfðum á árangur þeirra í vetur ekki leikmennina innan liðsins,“ sagði Jokic.





Í Orlando var Terrence Ross frábær fyrir heimamenn í Magic í seinni hálfleik gegn Boston Celtics og tryggði Magic sigurinn.

Ross skoraði 25 stig í leiknum, 18 af þeim komu í seinni hálfleik.

„Terrence Ross breytti leiknum. Þegar það kviknar svona í leikmanni þá verður þú að hægja á honum. Við gerðum það ekki,“ sagði Brad Stevens þjálfari Celtic.

Það munaði þó ekki miklu því Jayson Tatum átti flautuskot sem hefði jafnað leikinn en það fór ekki ofan í. Celtic hafði komið til baka frá því að vera níu stigum undir á síðustu tæpu tveimur mínútunum.





Úrslit næturinnar:

LA Clippers - Detroit Pistons 104-109

Miami Heat - Memphis Grizzlies 112-108

Orlando Magic - Boston Celtics 105-103

Minnesota Timberwolves - New Orelans Pelicans 110-106

Oklahoma City Thunder - San Antonio Spurs 122-112

Phoenix Suns - Denver Nuggets 102-93

Sacramento Kings - Charlotte Hornets 104-97

Utah Jazz - Chicago Bulls 110-102

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×