Erlent

Þrír létust í snjóflóði og eins er saknað

Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar
Lögregluyfirvöld í Austurríki hafa staðfest að þrír þýskir skíðagarpar hafi látið lífið í snjóflóði í austurrísku ölpunum í gær og þá er eins er saknað.
Lögregluyfirvöld í Austurríki hafa staðfest að þrír þýskir skíðagarpar hafi látið lífið í snjóflóði í austurrísku ölpunum í gær og þá er eins er saknað. Vísir/AP
Lögregluyfirvöld í Austurríki hafa staðfest að þrír þýskir skíðagarpar hafi látið lífið í snjóflóði í austurrísku ölpunum í gær og þá er eins er saknað.

Lík mannanna fundust seint í gærkvöldi nærri Lech aðeins örfáum klukkustundum eftir að eiginkona eins þeirra óskaði eftir aðstoð lögreglu.

Lögreglan í Vorarlberg, héraði í vesturhluta Austurríkis, sagði að það hefði verið nauðsynlegt að gera hlé á leitinni að hinum fjórða sem enn er saknað til að tryggja öryggi björgunarsveitarfólks því mikið fannfergi er á leitarsvæðinu og enn mikil hætta á snjóflóðum.

Snjó hefur kyngt niður í austurrísku ölpunum í vikunni sem hafði í för með sér lokanir á vegum í Vorarlberg.

Veðurstofan í Austurríki tilkynnti í gær að hættustig vegna snjóflóða í yfir 2000 metra hæð hefði náð stigi þrjú í kvarða sem nær upp í fimm.

Snjó hefur kyngt niður í austurrísku ölpunum.Vísir/ap
Veðurstofan í Austurríki

Tengdar fréttir

Sjö látist í miklu fannfergi í Ölpunum

Minnst sjö létust um helgina eftir mikið fannfergi í Alpafjöllum í Evrópu. Mikil hætta er á snjóflóðum í Austurríki, Þýskalandi og á Ítalíu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×