Körfubolti

Körfuboltakvöld: Ruðningurinn á Mantas var rangur dómur

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Vinstri hællinn á Julian Boyd er greinilega á línunni þegar Mantas fer í hann
Vinstri hællinn á Julian Boyd er greinilega á línunni þegar Mantas fer í hann s2 sport
Það var mjög umdeildur dómur á ögurstundu undir lok leiks KR og Keflavíkur í Domino's deild karla á föstudag. Sérfræðingar Domino's Körfuboltakvölds á Stöð 2 Sport komust að því að dómurinn væri einfaldlega rangur.

Það var dæmdur ruðningur á Mantas Mockevicius, leikmann Keflavíkur, þegar rúmar 20 sekúndur voru eftir og staðan 77-76 fyrir KR.

Mantas keyrði vissulega inn í Julian Boyd en hann stóð á hálfhringnum undir körfunni. Þá á að dæma villu ekki ruðning að sögn Kjartans Atla Kjartanssonar.

„Hann er að hoppa upp í loftið og hann stendur á hálfhringnum. Hálfhringurinn er til þess að merkja að það er ekki hægt að taka ruðning ef þú stígur á línunni eða ert fyrir innan hann. Þetta er bara reglan,“ sagði Kjartan.

Dómurinn reyndist dýr því leiknum lauk með 80-76 sigri KR.

Umræðuna má sjá í spilaranum hér að neðan. 



Klippa: Körfuboltakvöld: Rangt að dæma ruðning á Mantas

Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×