Handbolti

Minntust Kolbeins í München

Tómas Þór Þórðarson í München skrifar
Góður hópur mætti og minntist Kolbeins.
Góður hópur mætti og minntist Kolbeins. mynd/unnur sigmarsdóttir
Eyjamenn sem staddir eru í München og aðrir handboltaáhugamenn minntust markvarðarins og Eyjamannsins Kolbeins Arons Arnarsonar en hann féll frá langt fyrir aldur fram um jólin.

Kolbeinn varð Íslandsmeistari með ÍBV árið 2014 og bikarmeistari ári síðar en eftir árs dvöl í Mosfellsbænum hélt hann aftur heim til Vestmannaeyja og var aðalmarkvörður ÍBV í vetur.

Kolbeinn var gríðarlega vinsæll og vinamargur og vildu vinir hans sem staddir eru í München minnast hans og hittust því þeir sem vildu í St. Paul kirkjunni hér í borg.

Minningarathöfnin var auglýst á Facebook-síðu Íslendinganna sem eru staddir í München að fylgjast með íslenska landsliðinu á heimsmeistaramótinu.

Ríflega 50 manns mættu á minningarathöfnina og áttu þar góða stund saman og vottuðu Kolbeini virðingu sína með fallegri stund.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×