Erlent

Titringur á gríska þinginu vegna nafnabreytingar Makedóníu

Sylvía Hall skrifar
Panos Kammenos sagði af sér sem varnarmálaráðherra Grikklands.
Panos Kammenos sagði af sér sem varnarmálaráðherra Grikklands. Vísir/Getty
Mikill titringur er á gríska þinginu eftir að nafnabreyting Makedóníu gekk í gegn á föstudag. Breytingin verður nú lögð undir gríska þingið og verði hún samþykkt mun ríkið formlega heita Norður-Makedónía.

PanosKammenos sagði af sér sem varnarmálaráðherra, dró stuðning flokks síns til baka og gaf þannig til kynna að flokkurinn myndi ekki styðja breytinguna í fyrirhugaðari atkvæðagreiðslu. Hann sagði ríkisstjórnina hafa náð sínum markmiðum um uppbyggingu efnahagskerfisins og samstarfi meirihlutans væri lokið.

Sjálfstæðisflokkur Kammenos myndaði meirihluta á þinginu ásamt Syriza-flokki forsætisráðherrans AlexisTsipras. Meirihluti flokkanna var naumur en samanlagt höfðu þeir 152 sæti af þrjú hundruð, Syriza flokkurinn 145 og sjálfstæðisflokkurKammenos sjö.

Stærsti stjórnarandstöðuflokkurinn sem ber heitið Nýtt Lýðræði er einnig andvígur nafnabreytingunni og því er mikil óvissa um hvernig atkvæðagreiðslan mun fara. 

Samþykki Grikkir breytinguna munu þeir afsala sér neitunarvaldi um það hvort Norður-Makedónía geti gengið í alþjóðasamstarf á borð við Atlantshafsbandalagið og Evrópusambandið.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×