Enski boltinn

Solskjær: De Gea átti að halda nokkrum skotunum!

Anton Ingi Leifsson skrifar
Ole fagnar í leikslok með stuðningsmönnum United.
Ole fagnar í leikslok með stuðningsmönnum United. vísir/getty
Ole Gunnar Solskjær, stjóri Manchester United, hrósaðu sínu liði fyrir öfluga frammistöðu eftir 1-0 sigurinn á Tottenham á Wembley fyrr í dag.

„Við gátum skorað fleiri mörk en öftustu fjórir og David de Gea bakvið þá voru frábærir,“ sagði Norðmaðurinn við Sky Sports í leikslok. „Við sköpuðum nægilega mörg færi til þess að klára leikinn en ef þú skorar ekki þá ertu undir pressu.“

„Við vörðumst frábærlega. De Gea átti svo að halda nokkrum skotunum!,“ grínaðist Norðmaðurinn en hrósaði svo þeim spænska: „Ég hef spilað með frábærum markvörðum og það er hefð að vera með góða markverði hér.“

Sigurmark Manchester United kom úr hraðri skyndisókn. Pogba sendi boltann bakvið vörn Tottenham inn á Rashford en Ole segir að það hafi verið planið að sækja hratt á Tottenham.

„Planið var að sækja á þá hratt og sérstaklega þegar þú ert með hraðann hjá Martial og Rashford og snilli Pogba og Lingard. Við höfum séð Tottenham spila og þetta var planið okkar í dag.“

„Hann hefur vaxið og vaxið og hann átti skilið að vera maður leiksins hér í dag. Þegar þú ert í Manchester United er búist við því að þú vinnir hvern einasta leik. Það mun ekki gerast en þú verður að fara inn í leikina með því hugarfari og það er hugarfarið í okkar hóp.“


Tengdar fréttir

De Gea: Þetta er Manchester United

Spánverjinn var ótrúlegur er Manchester United vann sjötta sigurinn af sjö mögulegum undir stjórn Ole Gunnar Solskjær.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×