Þægilegt hjá City gegn tíu mönnum Wolves

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Jesus þarf alltaf að hringja í mömmu og láta vita þegar hann skorar mark
Jesus þarf alltaf að hringja í mömmu og láta vita þegar hann skorar mark vísir/getty
Manchester City vann þægilegan sigur á Wolves í síðasta leik 22. umferðar ensku úrvalsdeildarinnar í kvöld. Leikmenn Wolves voru einum færri nær allan leikinn.

City minnkaði forskot Liverpool á toppi deildarinnar aftur niður í fjögur stig með 3-0 sigrinum í kvöld.

Gabriel Jesus skoraði fyrsta markið strax á 10. mínútu eftir góða sókn Englandsmeistaranna. Kvöldið byrjaði illa fyrir Wolves og stuttu seinna varð það enn verra þegar Willy Boly var rekinn af velli með beint rautt spjald eftir ljóta tæklingu á Bernardo Silva.

Margir hafa eflaust hugsað að City ætti eftir að leika sér að Úlfunum enda síðustu leikir City verið algjörar markaveislur.

Það varð þó alls ekki rauninn. City fékk vítaspyrnu undir lok fyrri hálfleiks sem Jesus skoraði úr og í seinni hálfleik átti Kevin de Bruyne fyrirgjöf sem Conor Cody setti í eigið net.

Fleiri urðu mörkin ekki en nógu stór var sigurinn þó til þess að þetta var stærsta tap Wolves í vetur. Úlfarnir eru í 11. sæti deildarinnar með 30 stig.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira