Enski boltinn

United hefur augu með Mourinho

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Mourinho hefur áður verið sérfræðingur í sjónvarpi
Mourinho hefur áður verið sérfræðingur í sjónvarpi vísir/getty
Forráðamenn Manchester United munu fylgjast vel með fyrrum knattspyrnustjóra félagsins Jose Mourinho þegar hann kemur fram sem sérfræðingur á sjónvarpsstöðinni beIN Sports.

Mourinho mun veita sérfræðiálit sitt á leik Katar og Sádí Arabíu í Asíubikarnum á fimmtudag og svo leik Arsenal og Chelsea í ensku úrvalsdeildinni um helgina.

Það að stjórar og fyrrum leikmenn komi fram í slíkum stöðum er orðið venjan og Mourinho hefur áður verið sérfræðingur fyrir beIN. Ástæða þess að United mun hafa auga með þessum útsendingum er sú að þetta er í fyrsta skipti sem Portúgalinn kemur fram opinberlega síðan hann var rekinn frá United fyrir jól.

United og Mourinho sömdu um 15 milljón punda starfslokasamning og inni í þeim samningi er trúnaðarákvæði. Portúgalinn má ekki ræða neitt sem tengist brottrekstri hans frá Old Trafford.

Ef hann missir eitthvað út úr sér á hann á hættu að verða af miklum peningum svo Mourinho verður að halda vel um taumana á raddböndunum.


Tengdar fréttir

Pogba: Ég vil þakka José

Paul Pogba þakkaði fyrrum stjóra sínum, José Mourinho, í viðtalið eftir 5-1 sigurinn á Cardiff í gærkvöldi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×