Lífið

Næsta konunglega barn sagt fæðast í apríl

Sylvía Hall skrifar
Frá heimsókn hjónanna í dag.
Frá heimsókn hjónanna í dag. Vísir/Getty
Hertogahjónin af Sussex, Harry Bretaprins og Meghan Markle, eiga von á sínu fyrsta barni nú í vor. Óléttan var tilkynnt í október á síðasta ári og kom þar fram að barnið væri væntanlegt í heiminn á vordögum.

Nákvæm dagsetning hefur ekki verið gefin upp en í heimsókn hjónanna til Birkenhead í dag er Markle sögð hafa ljóstrað því upp að hún væri gengin sex mánuði með fyrsta barn hjónanna.

Carla Gandy var viðstödd heimsókn hjónanna ásamt fjögurra ára dóttur sinni. Hún segist hafa spurt Markle hvernig meðgangan gengi og á Markle að hafa svarað að hún væri gengin sex mánuði.

Í samtali við aðra konu sem einnig fylgdist með heimsókn hjónanna sagði Markle meðgönguna hafa liðið hratt og hún hefði fulla trú á því að Harry yrði frábær faðir.

„Ég spurði hana hvernig það væri að ganga á svo háum hælum á meðan hún væri ólétt og hún svaraði að hún tæki einn dag í einu,“ sagði konan í viðtali við People.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×