Enski boltinn

Sjáðu mörkin hjá City í gær en einnig flottustu mörk og vörslur helgarinnar

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Gabriel Jesus fagnar öðru marka sinna í gær.
Gabriel Jesus fagnar öðru marka sinna í gær. Getty/Chloe Knott
Manchester City afgreiddi tíu leikmenn Úlfanna í gær og minnkaði forskot Liverpool á toppi ensku úrvalsdeildarinnar í fjögur stig. Vísir gerir upp helgina á sjónvarpsvefnum.

Manchester City ætlar ekki að gefa neitt eftir á nýju ári og var ekki í miklum vandræðum á heimavelli sínum í 3-0 sigri á Wolves í gærkvöldi.

Brasilíumaðurinn Gabriel Jesus skoraði tvö marka Manchester City og það þriðja var sjálfsmark. City lék manni fleiri frá 19. mínútu en lét sér nægja að skora bara eitt mark í seinni hálfleiknum.

Það er hægt að sjá mörkin hjá Manchester City og rauða spjaldið í myndbandinu hér fyrir neðan.

Vísir býður líka upp á samantekt frá helginni í ensku úrvalsdeildinni og þar á meðal annars flottustu mörkin og flottustu markvörslurnar.

Hér fyrir neðan má sjá þessi tvö athyglisverðu myndbönd sem og samantekt frá helginni og val á besta leikmanni helgarinnar.



Klippa: FT Manchester City 3 - 0 Wolves




Klippa: Weekend Roundup




Klippa: Player Of The Round




Klippa: Goals Of The Round




Klippa: Saves Of The Round




Klippa: Moment Of The Round



Fleiri fréttir

Sjá meira


×