Enski boltinn

Segja hann vera tilbúinn að taka á sig mikla launalækkun til að losna frá Chelsea

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Alvaro Morata.
Alvaro Morata. Getty/Robbie Jay Barratt
Alvaro Morata vill losna frá Stamford Bridge og komast aftur til Spánar. Framherji Chelsea hefur verið orðaður við Atletico Madrid.

Spænska blaðið Marca slær því upp í morgun að Morata sé tilbúinn að taka á sig mikla launalækkun til að komast til Atletico Madrid.

Morata kom til Chelsea frá Madrid en þá spilaði hann með Real. Nú vill hann hjálpa til að komast til nágranna þeirra í Atletico.





Það fylgir sögunni að Alvaro Morata hélt með Atletico Madrid þegar hann var lítill og væri því að fá tækifæri til að spila með uppáhaldsliði sínu í æsku.

Alvaro Morata hefur ekki náð að vinna sér fast sæti í liði Chelsea og er ekki að skila sömu tölum og þegar hann var hjá Real Madrid og Juventus. Hann hefur skorað 5 mörk í 16 leikjum í ensku úrvalsdeildinni í vetur en var með tvö mörk í bikarsigri á Nottingham Forest á dögunum.

Morata fær níu milljónir evra í árslaun hjá Chelsea og það eru ekki mörg félög sem ráða við að greiða leikmanni 1,25 milljarða íslenska króna á ári.

Það virðist því vera leið Morata til að liðka til í hugsanlegum félagskiptum að sætta sig við talsverða launalækkun. Atletico er þannig ekki tilbúið að hækka launakostnað sinn.

Atletico Madrid þarf líka væntanlega að selja leikmann til að búa til pláss fyrir Alvaro Morata. Gelson Martins og Nikola Kalinic gætu því verið á förum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×