Enski boltinn

„Martin er ekki górilla“

Anton Ingi Leifsson skrifar
Martin O'Neill er að taka við Nottingham Forest í B-deildinni.
Martin O'Neill er að taka við Nottingham Forest í B-deildinni. vísir/getty
Chris Sutton, fyrrum knattspyrnmaður og nú spekingur, segir að Martin O'Neill sé ekki górilla og segir hann enn góðan kost sem þjálfara.

Martin O'Neill var í dag tilkynntur sem þjálfari Nottingham Forest í ensku B-deildinni en síðasta starf kappans var með írska landsliðinu þar sem gekk ágætlgea.

Síðasta starf O'Neill var með írska landsliðið en hann fékk mikla gagnrýni fyrir gamaldags fótbolta. Sutton segir að þessi gagnrýni hafi ekki átt rétt á sér.

„Hann var raunsær. Hann lagði upp leikina að þeir myndu ekki tapa þeim,“ sagði Sutton í samtali við útvarpsstöð BBC í gær er rætt um væntanlega ráðningu O'Neill.

„Ég kaupi ekki allt þetta tal um að Martin sé górilla og að leikmennirnir hafi ekki vitað hvað þeir áttu að gera,“ en Sutton lék undir stjórn O'Neill hjá Celtic.

Sutton var í liði Blackburn sem vann ensku úrvalsdeildina tímabilið 1994/95 og var skoskur meistari fjórum sinnum með Celtic. Hann var markahæsti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar tímabilð 1997/98.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×