Körfubolti

Harden að gera hluti sem hafa ekki sést í NBA í hálfa öld

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
James Harden.
James Harden. Getty/Thearon W. Henderson
James Harden afrekaði það í nótt sem enginn hefur náð í NBA-deildinni í meira en hálfa öld. Kobe Bryant var við hlið hans þar til í nótt þegar Harden rauf þrjátíu stiga múrinn enn á ný í sigri Houston Rockets.

Hardenhefur skorað 30 stig eða meira í sautján leikjum í röð. Aðeins tveir aðrir leikmenn í sögu NBA hafa náð því og síðastur til að gera það var Wilt Chamberlain árið 1964. Síðan voru liðin 54 ár.

Leikmenn eins og Michael Jordan og Kobe Bryant hafa ekki náð þessu ekki frekar en aðrir stigakóngar deildarinnar síðustu fimm áratugi.

Harden nær þó varla meti Wilt Chamberlain sem náði mest 65 þrjátíu stiga leikjum í röð. Árið 1964 þá náði Wilt þó „bara“ tuttugu 30 stiga leikjum í röð.





















Það er eitt að ná að skora 30 stig í leik í bestu körfuboltadeild í heimi en hvað þá að gera það í sautján leikjum í röð.  Harden hefur líka skorað 40 stig eða meira í tíu af þessum leikjum.

Það er magnað að líta yfir listann með þessum sautján leikjum en honum mistókst síðast að skora 30 stig þegar hann var „bara“ með 29 stig á móti Portland Trail Blazers 11. desember síðastliðinn. Þá voru ennþá þrettán dagar til jóla.



Sautján þrjátíu stiga leikir í röð hjá James Harden:


Desember

50 stig á móti Los Angeles Lakers

32 stig á móti Memphis Grizzlies

47 stig á móti Utah Jazz

35 stig á móti Washington Wizards

35 stig á móti Miami Heat

39 stig á móti Sacramento Kings

41 stig á móti Oklahoma City

45 stig á móti Boston Celtics

41 stig á móti New Orleans Pelicans

43 stig á móti Memphis Grizzlies

Janúar

44 stig á móti Golden State Warriors

38 stig á móti ortland Trail Blazers

32 stig á móti Denver Nuggets

42 stig á móti Milwaukee Bucks

43 stig á móti Cleveland Cavaliers

38 stig á móti Orlando Magic

57 stig á móti Memphis Grizzlies







James Harden hefur nú skorað 40 stig eða meira á móti 28 af 29 liðum NBA-deildarinnar. Það virðist ekkert lið geta stoppað hann.











NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×