Fótbolti

Myndband: Ungur leikmaður varð fyrir eldingu í miðjum leik

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Elding slær niður í grennd við knattspyrnuleikvang. Myndin tengist fréttinni ekki beint.
Elding slær niður í grennd við knattspyrnuleikvang. Myndin tengist fréttinni ekki beint. Getty/Aaron van Zandvoort
Ótrúlegt atvik átti sér stað á unglingaliðsleik í Sao Paulo í Brasilíu í gær en þá varð leikmaður fyrir eldingu í miðjum leik.

Það var hellidemba á meðan leiknum stóð en þegar eldingu sló niður þá forðuðu leikmenn sér út af vellinum. Einn þeirra, varnarmaðurinn Henrique, varð fyrir eldingunni en náði samt sem áður að koma sér að varamannabekknum þar sem hann lagðist á jörðina.

Sjúkrabíll var kallaður til og stóð til að flytja Henrique upp á sjúkrahús. Að sögn liðs hans, Agua Santa, jafnaði þó Henrique sig fljótt og þurfti ekki að leggja hann inn vegna þessa.

Myndband af þessu má sjá í spilaranum hér fyrir neðan.

Klippa: Knattspyrnumaður varð fyrir eldingu



Fleiri fréttir

Sjá meira


×