Enski boltinn

Meiddum varnarmönnum fjölgar enn hjá Liverpool

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Trent Alexander-Arnold.
Trent Alexander-Arnold. Getty/John Powell
Varnarlína Liverpool hefur orðið fyrir enn einu áfallinu eftir að í ljós kom að Trent Alexander-Arnold verður frá keppni næstu tvær vikurnar.

Alexander-Arnold meiddist í upphitun fyrir leikinn á móti Brighton um helgina en kláraði engu að síður allar 90 mínúturnar. Hann er aftur á móti ekki leikfær á næstunni.





Alexander-Arnold er að glíma við meiðsli á hné en þarf ekki að fara í aðgerð. Hann mun í það minnsta missa af leikjum liðsins á móti Crystal Palace og Leicester City.

Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, er nýbúinn að leyfa Nathaniel Clyne að fara á láni til Bournemouth til loka tímabilsins. Það hefði verið gott að vera með Clyne í þessum forföllum Alexander-Arnold.

Þrír miðverðir Liverpool hafa meiðst að undanförnu og nú er bakverðirnir farnir að detta út líka.

Dejan Lovren fór síðast meiddur af velli í bikarleik en áður höfðu þeir Joe Gomez og Joël Matip dottið út.

Miðjumaðurinn Georginio Wijnaldum meiddist einnig í leiknum á móti Brighton og hann er tæpur fyrir leikinn á móti Palace um helgina.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×