Handbolti

Sjáðu allt viðtalið við Dag: „Handboltinn hefur aldrei verið á betri stað“

Tómas Þór Þórðarson í München skrifar
Dagur Sigurðsson hvetur sína menn áfram á hliðarlínunni.
Dagur Sigurðsson hvetur sína menn áfram á hliðarlínunni. vísir/tom
Dagur Sigurðsson, þjálfari japanska landsliðsins í handbolta, er ánægður með stöðuna á handboltaíþróttinni í dag en heimsmeistaramótið í Þýskalandi og Danmörku hefur tekist vel til.

Það er alltaf eitthvað sem má kvarta og kveina yfir en í heildina telur Dagur, sem hefur spilað og þjálfað í tveimur heimsálfum, að handboltinn sé í frábærum málum þessa dagana.

„Ég held að handboltinn hafi aldrei verið á betri stað. Það er alltaf hægt að deila um hvort leyfa eigi sjö á móti sex eða hvort dómgæslan sé að taka of mikið á einhverjum bakhrindingum og eitthvað svoleiðis,“ segir Dagur.

„Staðreyndin er að það er verið að spila HM í fjórum stærstu borgum Þýskalands; München, Köln, Hamburg og Berlín, og það er uppselt allsstaðar. Þetta eru allt hallir upp á 10-18.000 manns. Áður en mótið fór í gang voru seldir 850.000 miðar.“

„Það er verið að slá met í áhorfendatölum á fyrsta leik hjá þýska liðinu. Evrópska handknattleikssambandið gerði sína stærstu auglýsingasamninga í sögunni þannig að það er öll teikn á lofti um það, að íþróttin sé að stækka gríðarlega. Mér finnst íþróttin bara á góðum stað,“ segir Dagur Sigurðsson.

Vísir settist niður með Degi um síðustu helgi og hefur verið að birta brot úr viðtalinu undanfarna daga en hér að neðan má sjá viðtalið í heild sinni.

Klippa: Dagur - Handboltinn er á góðum stað

Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×